136. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2008.

stimpilgjald.

213. mál
[16:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Örstutt. Það er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að fella niður stimpilgjald þannig að það er svo sem ekkert ókunnugt. Hins vegar hygg ég að í núverandi stöðu þar sem halda þarf mjög vel utan um allar tekjur ríkissjóðs og líka um það sem fer út úr ríkissjóði, gjöldin, sé brýnt að reyna að minnka gjöldin og auka tekjurnar og þá er nú ekki góður jarðvegur til að fella niður stimpilgjaldið þó að það standi í stjórnarsáttmálanum.

Þetta stimpilgjald er löngu úrelt og ég hef haft á móti því í 20 ár en í núverandi stöðu get ég ekki stutt það að fella það niður.