136. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2008.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og virðisaukaskattur.

175. mál
[16:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir framhaldsnefndaráliti frá hv. meiri hluta efnahags- og skattanefndar um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Málinu var vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umr. Í umræðunni kom fram vilji til þess að setja hámark á þær greiðslur sem eru greiddar vegna einstakra bifreiða.

Meiri hlutinn leggur til þá breytingu á frumvarpinu að samanlögð endurgreiðsla vörugjalds og virðisaukaskatts geti ekki verið hærri en 2 millj. kr. fyrir hvert ökutæki og leggur til breytingar sem er að finna á þskj. 246. Enn fremur kemur þar fram hvaða gestir heimsóttu nefndina.

Hv. þm. Birkir J. Jónsson gerir fyrirvara við álitið. Hv. þm. Grétar Mar Jónsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Undir nefndarálitið skrifa hv. þm. Pétur H. Blöndal, Ellert B. Schram, Bjarni Benediktsson, Gunnar Svavarsson, Birkir J. Jónsson, með fyrirvara, Lúðvík Bergvinsson og Rósa Guðbjartsdóttir.