136. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2008.

vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og virðisaukaskattur.

175. mál
[16:45]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. Pétri Blöndal að það koma gjaldeyristekjur inn í þjóðfélagið við þennan gjörning og það er auðvitað jákvætt. Á móti er verið að fella niður virðisauka- og vörugjöld af bílum. Það er sjálfsagt að gera það við þessar aðstæður en ég vil minna á það enn og aftur að þetta er með þeim hætti að það er þak á þessu og því ekki hvaða bílar sem eru sem fá endurgreiðslur. En enn og aftur tek ég það fram að þetta er ekki félagsleg aðgerð fyrir fátækt fólk eða fjölskyldurnar í landinu. Þetta er fyrst og fremst félagsleg aðstoð við bílaumboð og bílasölur.