136. löggjafarþing — 53. fundur,  11. des. 2008.

gjald af áfengi og tóbaki.

232. mál
[19:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum frá efnahags- og skattanefnd. Nefndarálitið er að finna á þskj. 328.

Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Katrín Jakobsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Hv. þm. Grétar Mar Jónsson sat fund nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Ellert B. Schram, Ögmundur Jónasson, Bjarni Benediktsson, Birkir J. Jónsson, Lúðvík Bergvinsson, Árni Páll Árnason og Rósa Guðbjartsdóttir.