136. löggjafarþing — 53. fundur,  11. des. 2008.

olíugjald og kílómetragjald, vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. og bifreiðagjald.

233. mál
[19:17]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að inna hv. þingmann, formann nefndarinnar, Pétur Blöndal eftir því hvort hann geti upplýst um hvað þessi breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald þýðir mikla kostnaðarhækkun á almenningssamgöngur í landinu. Mér þykir mikilvægt að fá upplýsingar um það vegna þess að mér finnst að til þess hefði átt að horfa við lagasetninguna að reyna að koma sérstaklega til móts við almenningssamgöngur, ekki síst á þessum tímum þegar við höfum og oft og tíðum í vetur rætt um mikilvægi þess að efla almenningssamgöngur.