136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:48]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Staðan í umræðunni núna er þannig að ekki liggur fyrir tekjuáætlun. Það liggur ekki fyrir nema hluti af gjöldunum. (Gripið fram í: Áttirðu von á að tekjurnar hækkuðu?) Það liggur ekki fyrir tekjuáætlun af hálfu ríkisstjórnarinnar hvort sem hún er há eða lág. Ekki erum við í standi til að vinna tekjuáætlun, það er jú ríkisapparatið sem gerir það.

Hins vegar liggur fyrir forgangsröðun í gjöldunum en þó engan veginn öll. Hvar eru vextirnir? Hvar er lántökukostnaðurinn? (Gripið fram í.) Hvar er mat á greiðslugetu ríkissjóðs til næstu ára? Ekkert slíkt liggur fyrir. Umræðan um þetta frumvarp eins og það stendur nú er því (Forseti hringir.) mjög erfið. Einmitt þess vegna töldum (Forseti hringir.) við það ekki hæft til umræðu og að ekki væri hægt að (Forseti hringir.) taka það upp við fjárlaganefnd vegna þess að (Forseti hringir.) það væri svo illa úr garði gert og (Forseti hringir.) upplýsingar vantaði.