136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:53]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég deili áhyggjum af stöðu efnahagsmála og fjármála og þess í hvert stefnir Ég geri mér grein fyrir að það mun þurfa að beita niðurskurði. Það sem er hins vegar hið erfiða í stöðunni er að upplýsingar um raunverulega stöðu ríkisfjármálanna skuli ekki vera uppi á borðum. Það liggur ekkert fyrir um hverjar heildarlántökurnar verða eða hver raunveruleg greiðslugeta ríkissjóðs er á næstu árum. Það liggur ekki fyrir hver vaxta- og afborgunarbyrði verður á næstu árum. (Gripið fram í: Hér gerir það nú samt. Við urðum sammála.) Þess vegna höfum við einmitt óskað eftir því að öll þessi atriði verði lögð fram til þess að hægt sé að vinna á nýjum grunni.

Hitt get ég fullvissað hv. þingmann um að það er ekki í forgangi hjá Vinstri grænum í heilbrigðismálum að hækka (Forseti hringir.) komugjöld sjúklinga á (Forseti hringir.) heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús eins og er í tillögum meiri (Forseti hringir.) hlutans.