136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:56]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vísa til þessa nefndarálits sem liggur hér fyrir. Það er mjög ítarlegt og gott nefndarálit sem við stöndum sameiginlega að, þingmenn Frjálslynda flokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sem erum í fjárlaganefnd.

Hitt verð ég að segja að ég tek undir áhyggjur hv. þingmanns um áherslur í atvinnu- og menntamálum. Ég minntist áðan á að það er ekki forgangsmál hjá Vinstri grænum að skera niður á sjúkrahúsum eða hækka komugjöld en við viljum líka standa vörð um atvinnustigið. Af hverju á að heimila útflutning á óunnum gámafiski? Af hverju t.d. tökum við hann ekki inn í landið? Ég tel líka mikilvægt þegar talað er um vinnuaflsfrekar (Forseti hringir.) framkvæmdir að við stöndum vel vörð um (Forseti hringir.) viðhaldsverkefni, stofnkostnaðarverkefni (Forseti hringir.) og vegagerð út um allt land.