136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður segir að við Íslendingar hefðum ekki þurft að leita ásjár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá er það spurningin: Hvernig ætlaði hv. þingmaður að leysa þau mál t.d. varðandi gjaldeyrismarkaðinn, það að svara ákalli eða aðgerðum Evrópusambandsins, svara kröfum lánardrottna bankanna og vandamálin með jöklabréfin? Allt þetta er óleyst.

Síðan vil ég benda hv. þingmanni á að tekjuáætlun, samkvæmt 21. gr. þingskapa, á að liggja fyrir frá hv. efnahags- og skattanefnd fyrir 3. umr. og við erum núna í 2. umr.