136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[22:51]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna athugasemda hv. þingmanns er rétt að geta þess að engar athugasemdir voru gerðar við það í upphafi þessarar umræðu að fundi yrði haldið áfram fram yfir klukkan átta eins og reglur og lög gera ráð fyrir. Enn eru margir þingmenn á mælendaskrá og forseti hefur ekki gert ráð fyrir öðru en að þeir fái tækifæri til að tjá sig. (ÁI: Hvenær ...) Það fer allt eftir því hversu lengi er talað.