136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[22:52]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil staðfesta, eins og við öll hljótum að gera, að í upphafi þessarar umræðu var ekki gerð athugasemd við að umræðum yrði haldið áfram eftir klukkan átta eins og hæstv. forseti komst að orði. Ekki er þar með sagt að menn hafi fallist á að vera hér langt fram á nótt.

Nú er liðið undir miðnætti, klukkutími í það að vísu. Við teldum eðlilegt að halda umræðunni áfram enn um sinn en að henni yrði lokið um miðnæturskeið. Hæstv. forseta er kunnugt um þessi sjónarmið okkar frá því á fundi þingflokksformanna með hæstv. forseta fyrr í dag. Hæstv. forseti féllst ekki á þau sjónarmið en þau voru (Forseti hringir.) sett fram af okkar hálfu.