136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[14:58]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Hér er verið að skera niður til þróunarmála um 780 millj. kr. Ég vil benda á það vegna þess að þegar gerð var hagræðingarkrafa á öll ráðuneytin þá var eitt ráðuneyti sem taldi sig vera að hagræða langmest og það var utanríkisráðuneytið. Það var uppi orðræða um það að félagsmálaráðuneytið gengi ekki nógu langt og talsvert tog í fjölmiðlum út af því. En þegar maður fer að skoða af hverju utanríkisráðuneytið lækkar fjárveitingar og nær þeim árangri sem menn þar þykjast vera að ná þá sést að 74% af þeim „árangri“ er niðurskurður á þróunarmálum og alþjóðlegri hjálparstarfsemi. Þetta er glæsilegur árangur eða hitt þó heldur. Ég sit hjá.