136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[15:00]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögur ríkisstjórnarinnar í niðurskurði í málefnum landbúnaðar og sjávarútvegs. Það vekur athygli að þetta eru einmitt þær greinar sem horft er hvað mest til að geti aukið framleiðslu sína, aukið útflutningsgreinarnar, aukið útflutning og þá er valið að skera þar niður. Þó er ekki allur niðurskurðurinn kominn þarna inn því enn vantar u.þ.b. 801 milljarð kr. sem er ráðgerður niðurskurður í framlögum til bænda í búvörusamningunum sem hefur bein áhrif á hækkun á vöruverði til neytenda og skerðir kjör bænda.

Hafrannsóknastofnun sem við horfum til í að efla og styrkja meðferð og nýtingu helstu auðlinda okkar er skorin um 78 millj. kr. Skógræktin sem er atvinnuskapandi atvinnugrein og margir bentu á er líka skorin. Herra forseti. Þetta eru svo hugsunarlaus vinnubrögð að það er þyngra en tárum taki.