136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[15:04]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Herra forseti. Við erum að fjalla um liði sem falla undir félagsmálaráðuneytið. Nú reynir í fyrsta skipti á lög sem sett voru á 10. áratugnum sem eiga að verja almannatryggingakerfið. Almannatryggingar eiga að hækka eftir þeirri vísitölu sem er hærri, neysluvísitölunni eða lánskjaravísitölunni. Nú reynir á þetta í fyrsta skipti. Þá stígur Samfylkingin fram, jafnaðarmannaflokkur Íslands, flokkurinn með stóra nafnið en litlu sálina. Hún ræðst núna gegn öryrkjum og öldruðum og hælir sér af því við umræðuna í gær að hún hlífi fjórðungnum, allra blankasta fólkinu. En hún ræðst gegn 75% þeirra sem hafa viðurværi sitt af framlagi úr Tryggingastofnun ríkisins. Hér er ég með í höndum yfirlýsingu frá Öryrkjabandalagi Íslands sem lýsir vantrausti á þessa ríkisstjórn sem ræðst gegn þeim sem minnstar hafa tekjur á Íslandi. Skömm sé ykkur. [Klappað á þingpöllum.]