136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[15:09]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er til umfjöllunar fjárframlag til Sjúkratryggingastofnunar, umdeildrar stofnunar sem ekki hefur að fullu tekið til starfa. Glöggir þingmenn taka eftir því að þetta er ein af örfáum stofnunum sem ekki er skorið niður hjá. Á fundi heilbrigðisnefndar og félagsmálanefndar í gær var upplýst að þessi stofnun ætlar sér að fá miklu meira fé á næsta ári og haga rekstri sínum með allt öðrum hætti en fyrirhugað var. Það að ekki er skorið niður á þessum lið sýnir að dekrið við einkavæðinguna er enn við lýði í þessari ríkisstjórn og hjá flokkunum báðum. Við teljum nauðsynlegt að endurskoða öll áform um rekstur þessa batterís, Sjúkratryggingastofnunar Íslands og það er hörmulegt hvernig nýskipaður forstjóri þeirrar stofnunar hefur komið fram gagnvart starfsmönnum Tryggingastofnunar á undanförnum vikum. Ég vara stórlega við þessu og við munum freista þess að fá fram breytingar á rekstri stofnunarinnar við fyrsta tækifæri.