136. löggjafarþing — 61. fundur,  18. des. 2008.

vextir og verðtrygging.

237. mál
[16:30]
Horfa

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Málið sem hv. þingmaður vék að er þar statt að það liggur fyrir tillaga að frumvarpi. Réttarfarsnefnd hefur skrifað athugasemdir með frumvarpinu og málið hefur verið unnið á vegum réttarfarsnefndar. Það hefur enginn ágreiningur verið um málið heldur er verið að útfæra það í lagatexta á þann veg að unnt verði að leggja það fyrir þingið og verður það væntanlega gert í upphafi næsta árs.