136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

lengd þingfundar.

[10:38]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Eins og við finnum á eigin skinni þá er mikið álag á þinginu í augnablikinu og hefur verið um talsvert skeið. Það er unnið talsvert fram eftir og við erum með stór mál undir sem mörg eru flókin og það er að mörgu leyti gagnrýnivert hversu lítið við fáum af gögnum í þeim málum. Ég tel að þingið verði að vanda vinnubrögðin og þess vegna finnst mér mjög óeðlilegt ef hér á að halda þinghaldi fram inn í nóttina. Ég vil því taka undir það sem kom fram hjá hv. síðasta ræðumanni að við munum gera athugasemdir við það ef þingfundur fer fram yfir miðnætti í kvöld. Það er ósk okkar að svo verði alls ekki.