136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra -- endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.

[10:49]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Það er svolítið kostulegt að fylgjast með þessari umræðu, þessari hörkukjarabaráttu sem menn eru að dragast inn í hér. Ég vil að það sé alveg skýrt í þessari umræðu hvað framsóknarmenn vilja og vil koma því skýrt hér á framfæri. (Gripið fram í: Þeir settu lögin.)

Við teljum að það eigi að breyta lögunum og við höfum rætt þetta í flokksstofnunum okkar. Stefna okkar er algjörlega skýr: Alþingismenn eru í vinnu hjá þjóðinni. Við erum í vinnu hjá þjóðinni. Það má segja að við séum opinberir starfsmenn, við erum í vinnu hjá ríkinu. (Gripið fram í.) Við erum ekki í vinnu á almennum vinnumarkaði (Gripið fram í.) þannig að við teljum að við eigum að vera í A-deild LSR. Þá er langbest að hafa þetta kerfi einfalt og gagnsætt, nákvæmlega eins og það er hjá A-deild LSR. Það þýðir að ávinnsla okkar ætti þá að vera 1,9% eins og hún er hjá LSR og iðgjöld okkar ættu að vera þau sömu og eru þar. Þá erum við algjörlega jafnsett þeim sem eru í A-deild LSR.

Þetta er gegnsætt, þetta er einfalt og þetta er það sem aðrir búa við í þeirri deild og þá er ekkert hægt að segja sérþingmenn þetta og hitt. Þetta eiga allir skilja, virðulegur forseti.