136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

kjararáð.

210. mál
[11:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér leggur hv. efnahags- og skattanefnd til að út verði tekin orðin „svo fljótt sem auðið er“ og færir sem rök fyrir því að kjararáð skuli endurskoða kjör annarra sem undir ráðið heyra svo fljótt sem unnt er, að það verði sem sagt gert samtímis endurskoðun á kjörum alþingismanna og ráðherra. Þetta á að sjálfsögðu við eins og hægt er tæknilega að gera þannig að ef eitthvað kemur tæknilega í veg fyrir að þetta sé hægt verður það að sjálfsögðu ekki gert fyrr en það er tæknilega mögulegt.