136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[09:58]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við tökum fyrir 2. umr. fjáraukalaga og ég vil gera grein fyrir nokkrum málum sem verða skoðuð milli 2. og 3. umr. m.a. mál sem lúta að 2,3 milljarða kr. hlutafé við stofnun nýju bankanna, eins og hæstv. fjármálaráðherra gerði grein fyrir á fundi með fjárlaganefnd 12. nóvember. Einnig er verið að skoða ýmsar 5. og 6. gr. heimildir, svo og uppsafnaðan rekstrarvanda öldrunar- og hjúkrunarheimila og annarra stofnana, svo sem Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. En það mun koma til umfjöllunar milli 2. og 3. umr.

Að öðru leyti var samstaða um þessar 10 breytingartillögur sem komu fram í nefndinni.