136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[10:05]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Hér veitum við heimild til þess að greiða fyrir rannsókn á aðdraganda á orsökum falls bankanna á Íslandi á þessu ári. Við setjum 30 millj. í það og ég vil taka fram að mjög mikilvægt er að rannsóknin fari vel af stað og vandað sé til hennar og það mun kosta, þannig að það er með mikilli ánægju sem við greiðum atkvæði, alla vega sú er hér stendur, um þetta og ég tel að þetta gæti orðið dýrara. Það þarf að ráða sérfræðinga til aðstoðar, jafnvel erlenda, og mjög mikilvægt að engu verði til sparað þannig að sú er hér stendur mun ekki gagnrýna þótt upphæðin yrði jafnvel hærri. Það þarf að rannsaka og rannsaka vel og það mun kosta og sú er hér stendur mun styðja það alveg út í gegn.