136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[15:32]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er sjálfsagt rétt og skylt að staðfesta að hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson segir hárrétt frá. Þegar ég rifja það upp mun rétt vera að hann komst ekki til þess fundar sem boðaður var í ráðherrabústaðnum. Þar höfðum við mætt, ég og hæstv. núverandi ráðherra, Össur Skarphéðinsson. Mig minnir einmitt að þá hafi verið talað um að forsætisráðherra og/eða fjármálaráðherra sem unnu að málinu og fóru með það mundu setja sig sérstaklega í samband við hv. þingmann eins og hér hefur komið fram að var gert.