136. löggjafarþing — 65. fundur,  20. des. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum.

248. mál
[17:24]
Horfa

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Hv. þingmaður hefur sett sig vel inn í þessi mál og allt sem hann hefur hér sagt um þetta er hárrétt. Auðvitað verða þessi mál rekin á þann hátt sem nauðsynlegt er og hann lýsti.

Ég vil jafnframt taka fram að við höfum hugsað okkur, utanríkisráðherra og ég, að funda sérstaklega með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna til að fara yfir þessi mál, hvernig best sé að þeim staðið og til að mynda sem breiðasta pólitíska samstöðu um þetta mikilvæga mál þar sem svo miklir hagsmunir eru í húfi.