136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[09:53]
Horfa

Jón Magnússon (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Valið er einfalt. Spurningin er um það að greiða atkvæði með þeirri tillögu sem við höfum flutt sem breytingartillögu við það frumvarp sem hér ræðir um og hv. þm. Ögmundur Jónasson er 1. flutningsmaður að þar sem við greiðum atkvæði um að koma á fullkomnum jöfnuði, þ.e. að forréttindi alþingismanna og ýmissa æðstu embættismanna ríkisins eru afnumin. Það er spurningin hvort við viljum jöfnuð eða viðhalda ójöfnuði.

Ég greiði atkvæði með jöfnuði.