136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[10:05]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Nú er búið að fella tillögur framsóknarmanna og annarra stjórnarandstöðuflokka um að fara í A-deild LSR (Gripið fram í: Og afnema Framsóknarflokkinn.) Það er ekki búið að ákveða að afnema sérreglurnar heldur viðhöldum við þeim. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er skref í rétta átt og þess vegna mun ég greiða því atkvæði. Þó er alls ekki þar með sagt að ég sé ánægð með þessi málalok, ég hefði óskað þess að þingið sýndi styrk og gengi alla leið, færi inn í A-deild LSR en ekki hefur verið orðið við þeirri ósk og þeim tillögum. Þrátt fyrir það mun ég greiða frumvarpinu atkvæði mitt og þó að ég sé engan veginn sátt við það er það samt skref í rétta átt.