136. löggjafarþing — 68. fundur,  22. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[19:36]
Horfa

Magnús Stefánsson (F):

Hæstv. forseti. Ég sé á töflunni að hv. þingmenn stjórnarliðsins eru algjörlega klárir á því hvað felst í frumvarpinu og sannfærðir um að allt liggi til grundvallar sem þarf að liggja til grundvallar. Ég hef hins vegar heyrt á ræðum manna að ýmsir hv. stjórnarliðar hafa verið þeirrar skoðunar að það sem við leggjum hér til þyrfti að gera, þannig að það kemur mér á óvart hvernig taflan lítur út.

Hins vegar mun ekki koma mér á óvart að fram komi frumvarp til fjáraukalaga á vordögum þrátt fyrir að þessi tillaga sé felld og full þörf er á því.