136. löggjafarþing — 68. fundur,  22. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[19:37]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Með tilvísun til fyrri atkvæðaskýringar minnar í dag liggur fyrir í nefndaráliti meiri hluta að í samræmi við 43. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, muni meiri hlutinn leggja fram frumvarp um fjáraukalög í febrúar þar sem leitað verður eftir heimildum Alþingis til fjárráðstafana um millifærslu milli fjárlagaliða í samræmi við skiptingar milli liða um öldrunarmál.

Þá vil ég einnig benda á að í fjölmörgum fjárlagaliðum hefur þurft að hagræða og er mikilvægt í þeim efnum að nefna að á sama hátt hefur verið staðinn vörður um aðra liði sem lúta m.a. að fjölþættum mennta-, heilbrigðis- og velferðarmálum auk nýsköpunar og stofnframkvæmda á ýmsum sviðum.

Hins vegar liggur ljóst fyrir, virðulegur forseti, og ég hef átt samræður um það við hæstv. fjármálaráðherra að margt þarf að skoða, hvort sem það eru skógar í uppsveitum Suðurlands eða einstaka verkefni á Vestfjörðum eða verkefni í einstaka stofnunum. Þannig að í ljósi þeirrar vinnu sem við höfum farið yfir liggur fyrir að þessi mál verða (Forseti hringir.) skoðuð jafnhliða þeim sem ég hef áður lýst yfir.