136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

dagskrá fundarins.

[13:39]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Forseti. Forseti Alþingis raðar niður á dagskrá þingsins. Í því er fólgið ákveðið mat, ákveðin forgangsröðun, og ég hlýt að spyrja nú þegar 106 dagar eru liðnir frá því að neyðarlögin voru sett: Hverju sætir það að forseti hefur ekki enn séð ástæðu til að taka á dagskrá þingsins frumvarp til laga um breytingu á neyðarlögunum til að tryggja kyrrsetningu eigna auðmanna, þannig að ef og þegar eitthvað verður farið að rannsaka og gera í þessum málum, sem ég á ekki von á meðan þessi ríkisstjórn situr, verði ekki búið að flytja þetta allt úr landi? Og ég spyr forseta: Hverju sætir sú forgangsröðun að brennivín í búðum komi á undan kyrrsetningu eigna auðmanna?