136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

dagskrá fundarins.

[13:40]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti hafði ekki ætlað á þessum degi að eiga í orðræðu við hvern einasta þingmann sem hér kemur upp en sér engu að síður ástæðu til þess, vegna orða hv. þingmanns, að nefna að fundir með formönnum þingflokka og fundir í forsætisnefnd eru til þess að eiga samráð, m.a. um dagskrá fundanna. Fyrir liggur dagskrá sem fjallað var um bæði á fundi forsætisnefndar og fundi með formönnum þingflokka þar sem engin athugasemd var sérstaklega gerð við dagskrána eins og hún liggur fyrir og er áætluð þessa viku. Að sjálfsögðu munum við taka upp, ef fram koma óskir á vettvangi forsætisnefndar og samstarfsvettvangi með formönnum þingflokka, þau mál sem þingmenn bera sérstaklega fyrir brjósti, en gert er ráð fyrir utandagskrárumræðum m.a. á morgun og fimmtudaginn.