136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

dagskrá fundarins.

[13:45]
Horfa

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Herra forseti. Eins og ég gat um rétt fyrir þinglok áður en þingið fór í jólaleyfi yrði frumvarp um greiðsluaðlögun eða skuldaaðlögun lagt fram í upphafi þessa árs. Það frumvarp var til meðferðar í ríkisstjórninni í morgun og sent þingflokkum ríkisstjórnarinnar í dag og þeim mun fyrr sem þeir ljúka meðferð sinni á málinu því fyrr kemur það hingað í þingsalinn.