136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

greiðsluvandi einstaklinga og fyrirtækja.

[14:14]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Herra forseti. Það virðist vera mjög algengt að vilja kenna framsóknarmönnum um allt mögulegt sem hefur farið úrskeiðis í landinu en ég held að menn þurfi að fara að axla sína ábyrgð, svona í eitt skipti. Framsóknarmenn hafa axlað sína ábyrgð, það er kominn tími til að ríkisstjórnarflokkarnir geri það líka. (Gripið fram í.)

Það er nefnilega staðreynd að það er talað um að fyrirtækin muni geta leitað til bankanna. En hvaða traust er til staðar gagnvart bönkunum? Það er nákvæmlega ekki neitt. Því held ég að það sé ástæða til þess að ríkisstjórnarflokkarnir fari að íhuga það að koma til móts við og auka traust í samfélaginu þannig að við fáum kannski einhvern vinnufrið hér á þinginu. Þeir sem hafa staðið í fyrirtækjarekstri hafa átt í óskaplega fá hús að venda þegar fyrirtækin hafa lent í greiðsluerfiðleikum. Hins vegar var það þannig að fyrrverandi félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, kom á stofn ráðgjafarstofu fyrir einstaklinga og þangað hafa fleiri þúsund manns leitað, meira að segja þegar mikið hagvaxtarskeið hefur verið. Við getum því rétt ímyndað okkur hvers konar álag verður á Ráðgjafarstofu heimilanna á næstu dögum og vikum. (Forseti hringir.)

Ég vil líka benda á að það er ýmislegt fleira sem hægt er að gera, annað en bara að benda á Framsóknarflokkinn, það er tiltölulega auðveld lausn.