136. löggjafarþing — 73. fundur,  4. feb. 2009.

kjör nýs forseta þingsins.

[13:49]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Það er alveg rétt. Þetta eru óvenjulegir tímar. Hér hefur verið skipt um ríkisstjórn eftir mjög sérstæðan aðdraganda og eins og hér hefur verið nefnt studdist sú ríkisstjórn sem fer frá við meira en tvo þriðju kjörinna þingmanna. Þannig að vissulega eru þetta mikil tímamót.

Ég vil vekja athygli á því að í 6. gr. þingskapa er kveðið á um þinglega heimild til þess að óska eftir nýjum kosningum forseta og nefnda þingsins. Það er fyrst og fremst það sem verið er að gera hér. Varðandi aðild annarra flokka að forsetaembættum og (Forseti hringir.) nefndum þá er sjálfsagt að skoða það þegar við komum saman eftir kosningar í vor.