136. löggjafarþing — 73. fundur,  4. feb. 2009.

kjör nýs forseta þingsins.

[13:58]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Full ástæða er til að ljúka lofi á störf hæstv. forseta, Sturlu Böðvarssonar. Hann hefur staðið sig vel á forsetastóli. Hinu er ekki að neita að nú er tekinn við nýr meiri hluti. [Frammíköll í þingsal.] Hafi það farið fram hjá hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokksins (Gripið fram í.) þá hefur meiri hluti þingmanna óskað eftir því að hér fari fram nýtt forsetakjör og kjör í nefndir á þeim grunni.

Það kann að vera erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fóta sig í þeirri stöðu að vera ekki í meiri hluta á þingi (Gripið fram í.) en hann er það ekki í þessu máli. Hér situr minnihlutastjórn og með henni starfar Framsóknarflokkurinn og meiri hluti þingmanna óskar eftir þessari breytingu. (Gripið fram í.)

Auðvitað er ansi gaman að sjá hversu erfitt Sjálfstæðisflokkurinn á með að fóta sig í þessu hlutverki, að fara ekki lengur með völdin. Ákveða ekki lengur hverjir sitja hvar og hvenær og hvernig. En sá tími er einfaldlega liðinn.