136. löggjafarþing — 73. fundur,  4. feb. 2009.

kjör nýs forseta þingsins.

[14:01]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Þetta hefur verið nokkuð merkileg umræða og hefur leitt í ljós að Framsóknarflokkurinn er hluti af ríkisstjórninni. Reyndar situr enginn ráðherra frá Framsókn í ríkisstjórninni en þetta er greinilega meiri hluti, þetta er þriggja flokka stjórn og það sitjum við uppi með.

Hitt er auðvitað mjög gott að heyra, og það er hér viðurkennt, að allir treysta núverandi forseta en (Gripið fram í: Nema Sjálfstæðisflokkurinn.) þeir hafa ákveðið að þeir þurfi að keyra mál í gegn eins og hv. þm. Birkir Jón Jónsson orðaði það. Það er það [Háreysti í þingsal.] sem þarf að gera (Gripið fram í: Það er nauðsynlegt.) með valdi.

Hæstv. forseti. Ég vil í lok þessara orða minna þakka (Forseti hringir.) hæstv. forseta fyrir góða stjórn og góða leiðsögn fyrir þinginu og hversu vel hann hefur eflt þingið og störf þess.