136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

Varamenn taka þingsæti.

[10:33]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Borist hefur bréf frá hv. 7. þm. Norðvest., Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, um að hún geti ekki setið lengur á Alþingi sem varamaður Karls V. Matthíassonar. 2. varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi, tekur sæti á Alþingi í dag.

Kjörbréf Sigurðar Péturssonar hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 2. gr. þingskapa.

 

[Sigurður Pétursson, 7. þm. Norðvest., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]