136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

afturköllun þingmála.

[10:34]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti tilkynnir að fyrirspurnir um lögleiðingu ákvæða Árósasamningsins, 269. mál, þskj. 486, og um náttúruvernd við Mývatn og Laxá, 184. mál, þskj. 227, frá Kolbrúnu Halldórsdóttur eru kallaðar aftur. Þessar tvær fyrirspurnir eru afturkallaðar af skiljanlegum ástæðum.