136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

starfsemi St. Jósefsspítala.

[10:48]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tek hjartanlega undir þessi sjónarmið, það þarf að eyða óvissunni sem fyrst. Ég mun hafa að leiðarljósi það sem ég nefndi í mínu fyrra svari, að leggja upp úr samráði, en ég legg áherslu á að ég hef að sjálfsögðu líka mína pólitísku sýn við lausn vandans og hún byggir á því að fara vel með skattpeninga, að jafna kjörin, en ofar öllu öðru ætlum við að sjálfsögðu að veita Hafnfirðingum þá þjónustu sem þeir óska eftir. Við munum hins vegar gera það á eins hagkvæman máta fyrir skattborgarann og nokkur kostur er.