136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

Afbrigði um dagskrármál.

[11:11]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Vert er að vekja athygli á því að hér er verið að taka mál á dagskrá sem hefur verið of skamman tíma inni í þinginu til að hægt sé að ræða það. En við sjálfstæðismenn höfum ákveðið að veita þessu máli brautargengi svo hægt verði að ræða það.

Það byggist á því að málið er samhljóða öðru sem við flytjum og var dreift strax þegar þingfundur kom saman í gær. Þess vegna höfum við vitneskju um innihald 281. máls sem hin nýja ríkisstjórn ákvað að flytja. (Forseti hringir.) Gamla ríkisstjórnin hafði reyndar afgreitt það úr sínum röðum (Forseti hringir.) þegar Samfylkingin ákvað að slíta samstarfinu. (Forseti hringir.) Málið er nákvæmlega sama eðlis en í anda þess að við viljum (Forseti hringir.) ná samkomulagi hratt fram [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) munum við greiða fyrir því að málið geti gengið fram í dag, hæstv. forseti.