136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[11:32]
Horfa

dómsmálaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Þetta úrræði, greiðsluaðlögun, er eins og ég sagði áðan aðallega hugsað fyrir almenna launþega. En vegna þess umhverfis sem atvinnurekstur er í hér á landi þykir rétt að víkka það út og það kemur fram í greinargerðinni að þetta sé í afmörkuðum tilvikum. Það er þá t.d. fyrst og fremst litið til þeirra sem einir eða í félagi taka að sér verk, annaðhvort samhliða fastri atvinnu eða tímabundið, einnig einstaklingar sem um lengri eða skemmri tíma vinna sem verktakar án þess að um eiginlegan eða viðamikinn rekstur hafi verið að ræða.