136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[12:08]
Horfa

Flm. (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það verður fróðlegt að hlusta á þann sögulestur og þær söguskýringar. Málið er það að í lok ráðherraferils síns ákvað Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, að setja þetta í nefnd sem síðan skilaði áliti og kom til umsagnar og þá kom í ljós að nefndarálitið var haldið þeim ágöllum að ekki var hægt að framkvæma það. Það var ekki fyrr en dóms- og kirkjumálaráðuneytið tók málið í sínar hendur að ábendingu réttarfarsnefndar að málið fékk þann framgang sem við sjáum nú. Að ásaka mig fyrir eitthvað í þessu efni er algerlega fráleitt hvað sem öllum söguskýringum hv. þingmanns líður.