136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[12:12]
Horfa

Flm. (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef lesið þetta bæði fyrir og eftir þessa umsögn fjármálaráðuneytisins. Varðandi fjöldann breytast þær tölur ekkert í umsögninni við frumvarp hæstv. dómsmálaráðherra þannig að allt tal um að við séum á móti því að einhverjir falli undir þetta er úr lausu lofti gripið. (Gripið fram í.) Ákvæðin sem koma til álita þarna eru svo óljós (Gripið fram í.) að þau munu bara skapa vandræði. Það verður ekki til að auðvelda neinum að vinna samkvæmt þessum lögum, verði frumvarpið að lögum, að hafa ákvæðin svona óljós. (Gripið fram í.) Það mun kalla á vandkvæði við framkvæmdina sem getur jafnvel dregið úr því að menn fái að nota þetta úrræði. (Gripið fram í.) Af hverju fæ ég ekki að ljúka máli mínu, hv. þingmaður? Það er ekkert sem kemur fram í þessu frumvarpi hæstv. dómsmálaráðherra sem segir okkur að fleiri falli undir það en áður. (LB: Það kom fram í máli dómsmálaráðherra.)