136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[12:14]
Horfa

Flm. (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þingmönnum Framsóknarflokksins farist ekki að tala um þetta mál. Þeir leggja fram frumvarp sem er gersamlega ónýtt í raun og veru og er blekkingarleikur frá upphafi til enda og hefur af færustu sérfræðingum verið dæmt úr leik. Svo telur hv. þingmaður sig vera í stöðu til að ráðast á okkur þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að flytja frumvarp sem stenst þó gagnrýni.