136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[12:15]
Horfa

Flm. (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Það er gott virðulegi forseti að hv. þingmaður telur sig geta fullyrt að mál okkar framsóknarmanna sé ekki pappírsins virði. Það verður ágætt að taka það fram í framsögunni á eftir.

En ég vil benda á varðandi atvinnurekendur að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að setja inn ákvæði í lögin um að ef sá sem staðið hefur í atvinnurekstri hefur orðið uppvís að einhverju sviksamlegu eins og að halda eftir vörslusköttum geti hann ekki fengið greiðsluaðlögun. Það ætti nú bara að vera tiltölulega auðvelt að koma því fyrir í einni setningu. Ég mundi leggja til að það væri eitt af því sem allsherjarnefnd hefði til skoðunar ef ákveðið verður að afgreiða þessi tvö frumvörp nokkurn veginn samhljóða.