136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[15:15]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Þrátt fyrir að hv. þm. Árni Páll Árnason hafi útnefnt sjálfan sig sérstakan talsmann þessarar ríkisstjórnar ætla ég að biðja hann um að forðast að útlista afstöðu Sjálfstæðisflokksins til mála. Til þess eru aðrir fullfærir sem tilheyra þeim flokki og ekki er óskað að það verði gert hér.

Sagt er að ekkert sé skjalfest um þær viðvaranir sem bornar voru á borð fyrir ráðherra síðustu ríkisstjórnar. Það kann að vera rétt en ég minnist þess ekki að ráðherrar Samfylkingarinnar sem sátu fundina þar sem viðvörunarorðin voru viðhöfð hafi neitað því að það hafi verið gert.

En mig langar til að spyrja hv. þingmann, af því hann virðist vera mikill sérfræðingur á þessu sviði, hvort hann viti hvaða fyrirmyndir frumvarpshöfundar höfðu í huga við samningu frumvarpsins? Spurt var eftir þeim upplýsingum (Forseti hringir.) í andsvari við hæstv. forsætisráðherra og engin svör fengust. En (Forseti hringir.) við viljum gjarnan fá upplýsingar um það frá (Forseti hringir.) hv. þingmanni, við (Forseti hringir.) hvað var stuðst við samningu frumvarpsins?