136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:55]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (andsvar):

Virðulegi forseti. Erlendis er auðvitað dálítið loðið hugtak þannig að það er kannski erfitt að svara þessu almennt fyrir það, (REÁ: Ekki á Íslandi.) já, það má kannski segja að það sé „ekki á Íslandi“, en það eru ansi mörg lönd utan Íslands og sinn er siður í landi hverju. Ég held hins vegar að það sé alveg óhætt að fullyrða að hvergi í þeim löndum sem við almennt berum okkur saman við mundi það koma einhverjum til hugar að þeir sem standa yfir brunarústunum fjármálakerfis viðkomandi lands sitji áfram. Ég get ekki ímyndað mér að þetta gerist í nokkru öðru landi.