136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hvað í þessu frumvarpi hindrar það? Hvað er breytt? Segjum að ráðinn verði þarna ágætur maður sem hefur ákveðna lífssýn og keyrir hana í gegn og trúir á mátt sinn og megin og sér ekki þær villur sem hann gerir? (ÁI: Gæti það orðið verra?) Hvað ætlar hæstv. ráðherra þá að gera? Ég spurði hvort hann þekkti einhver dæmi þess erlendis hvernig menn leysa svoleiðis vanda. En ég sé ekki að það breytist neitt og menn taka heldur ekki á peningamálastefnunni. Það er þessi einstaklingur sem á að ákveða það. Segjum að hann bara haldi núverandi stefnu eða jafnvel einhverju enn þá verra. Hann er pólitískt ráðinn og hann hefur kannski pólitíska sýn sem e.t.v. gengur þvert á alla skynsemi. Hvernig ætla menn að leysa það? Ég sé ekki að það sé neitt gert í því í þessu frumvarpi.