136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[17:00]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr aftur: Burt séð frá mannabreytingunum — hæstv. ráðherra, ef ég hef skilið hann rétt, líkti þessu við brunarústir, að í engu öðru landi væri það liðið að sömu menn stæðu yfir brunarústunum og þeir sem hefðu kveikt í. Það breytir því ekki að brunarústirnar, eins og hann kallar það, eru þarna enn. Af hverju er ekki tekið til í þeim í staðinn fyrir að tala eingöngu um mannabreytingar. Engin breyting er lögð til á stefnunni sjálfri og það vekur furðu að hæstv. ráðherra virðist trúa því statt og stöðugt að peningamálastefnan verði búin til í Seðlabankanum. Ég hef staðið í þeirri meiningu að hún verði til hér á Alþingi með meiri hluta þingmanna í krafti ríkisstjórnar sem hæstv. ráðherra er (Forseti hringir.) nú meðlimur í, þó vonandi bara í stuttan tíma.