136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[18:16]
Horfa

Björn Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Síðari spurningin var um það hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér ákveðna stefnu í afskiptum sínum af ákvörðunum bankaráða í ríkiseign. Nú hefur hæstv. forsætisráðherra upplýst okkur um að hún ætlar að skipta sér af því að bankaráð Landsbankans hefur tekið ákvörðun um að ráða bankastjóra sem henni líkar ekki. Hefur ríkisstjórnin mótað sér stefnu um það hvernig hún ætlar að skipta sér af ákvörðunum bankaráða í ríkiseign?