136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[18:19]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það vill svo til að seðlabankastjóri sjálfur ræður þessa tvo innan Seðlabankans og það getur vel verið að hann fari eftir faglegum sjónarmiðum þar en það er ekkert sagt hvaða menntun þeir þurfa að hafa. Og síðan þessir tveir utan úr bæ sem hann muna kalla til og eiga að vera sérfræðingar, en hvað þýðir það? Það eru margir sem kalla sig sérfræðinga í þjóðfélaginu.