136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[18:20]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að þetta sé eins skýrt og hægt er að hafa það, tveir af yfirmönnum bankans á sviði mótunar og framkvæmdar stefnu í peningamálum. Ég geri ráð fyrir því ef skoðað er starfsfólk sem þar vinnur að það sé allt færir sérfræðingar sem vinna á þessu sviði peningamála hjá bönkunum og hafa unnið mjög gott starf svo ég segi það hér. Það er talað um að seðlabankastjóri skipi tvo sérfræðinga á sviði peningamála. Það er ekki hægt að skipa hvern sem er í þessar stöður.